Sport

Bætti heims­metið aftur

Siggeir Ævarsson skrifar
Hafþór Júlíus fagnaði metinu m.a. á Instagram
Hafþór Júlíus fagnaði metinu m.a. á Instagram @thorbjornsson

Kraftajötuninni Hafþór Júlíus Björnsson stóð við stóru orðin í dag og bætti heimsmet sitt í réttstöðulyftu aftur en hann reif 510 kíló á loft í Birmingham í Englandi á heimsbikarmóti í réttstöðulyftu.

Hafþór hafði þegar lyft 501 kílói og síðan 505 á Þýskalandi í sumar og sagðist stefna á 510 kíló á þessu móti og sú varð raunin í dag.

Það er hreint ótrúlegt að horfa á Hafþór snara þessu rúma hálfa tonni upp af gólfinu en hann lætur þetta líta út fyrir að vera ekkert mál, þó það sé vissulega ekki hans frasi heldur Jóns Páls heitins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×