Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 17:28 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Vísir/Arnar Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40