„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 23:41 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Lýður valberg Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira