Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 12:40 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sýndi á spilin á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í morgun, Vísir/Ívar Fannar Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira