„Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:48 Friðrika Ragna Magnúsdóttir er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. @fridrika.ragna Íslenska landsliðskonan Friðrika Ragna Magnúsdóttir er á leiðinni vestur um haf til að spila íshokkí í Kanada. Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki) Íshokkí Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Sjá meira
Friðrika Ragna mun spila með skólaliði Ste-Cécile Stallion í borginni Windsor sem er vissulega í Ontario fylki í Kanda en hinum megin við ánna á móti Detroit.. Friðrika Ragna er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni á síðasta tímabili. Lengi með þetta markmið Skautafélag Reykjavikur sagði frá ævintýri Friðriku á miðlum sínum og þar má fræðast meira um hvað bíður hennar í vetur. „Ég hef lengi verið með það markmið að fara erlendis eftir grunnskóla til að spila íshokkí og fara í framhaldsskóla,“ sagði Friðrika Ragna. Góð frammistaða hennar á U18 heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í janúar þýddu að Kim McCullough landsliðsþjálfari fór að tala um tækifæri í boði í Kanada. „Við fjölskyldan fórum að skoða þá möguleika í samráði við landsliðsþjálfarann. Hún þekkir vel til kvennaíshokkís í Kanada og hefur þjálfað mig í tvö ár svo það var mikils virði að fá hennar aðstoð við að finna lið við hæfi,“ sagði Friðrika. Vildi fara í góðan skóla „Þegar ég var að skoða íshokkílið þá lagði ég líka mikla áherslu á að ég hefði aðgang að góðum skóla. Ég var ekki bara að horfa til þessa að hokkíið væri gott heldur þurfti skólinn að vera góður líka. Þessi skóli útskrifar nemendur úr framhaldsskóla sem hafa fengið góða styrki til náms víða um heim. Langtíma markmið mitt er einmitt að reyna að komast á íshokkístyrk í háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum,“ sagði Friðrika. „Ég er að fara út til að reyna að bæta mig sem leikmann, verða hraðari og öðlast betri leikskilning. Ég hlakka til að kynnast því hvernig hokkí er spilað í Kanada og Ameríku. Hér eru fleiri tækifæri til að bæta sig, aðbúnaðurinn er góður og samkeppnin um stöður er meiri, sem er frábært,“ sagði Friðrika. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi „Það er stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára. Það er ein vika síðan ég kom og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi! Bæði inn á svellinu og einnig utan þess. Skólinn er krefjandi svo ég þarf að skipuleggja tíma minn mjög vel til að ná að sinna öllu vel, bæði skólanum og hokkíinu,“ sagði Friðrika en það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by SR Íshokkí (@srishokki)
Íshokkí Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Sjá meira