Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Auðun Georg Ólafsson skrifar 29. ágúst 2025 13:03 Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla segir að alltaf sé viðmið um að tala íslensku í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk. Verkefnið hafi verið að þyngjast á undanförnum árum. Vilhelm „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira