Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2025 10:32 Breiðablik tekur í annað sinn þátt í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira