Sport

UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóð­há­tíðar­daginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dana White og Donald Trump ræðast við á bardagakvöldi UFC í apríl síðastliðnum.
Dana White og Donald Trump ræðast við á bardagakvöldi UFC í apríl síðastliðnum. getty/Jeff Bottari

Samkvæmt Dana White, forseta UFC, verða bardagasamtökin með viðburð í Hvíta húsinu á næsta ári.

Viðburðurinn verður haldinn á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2026, en þá verða 250 ár liðin frá því skrifað var undir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Mikil hátíðarhöld verða af því tilefni.

White og Donald Trump Bandaríkjaforseta er vel til vina. White kynnti Trump meðal annars á landsþingi Rebúblikana í fyrra og Trump hefur mætt á þrjá viðburði á vegum UFC síðan hann tók aftur við forsetaembættinu í nóvember 2024.

„Þetta mun klárlega gerast,“ sagði White í viðtali við CBS um viðburðinn sem UFC heldur í Hvíta húsinu á næsta ári. 

White sagðist hafa rætt við Trump á mánudaginn og ætlaði að heimsækja Hvíta húsið á næstunni til að ræða nánar við forsetann og dóttur hans, Ivönku, um viðburðinn. Trump vildi að hún kæmi að skipulagningunni og hún setti sig í kjölfarið í samband við White.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×