Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálf­leik

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Jordyn Rhodes skoraði þrennu í seinni hálfleik og er komin með sex mörk í Bestu deildinni í sumar.
Jordyn Rhodes skoraði þrennu í seinni hálfleik og er komin með sex mörk í Bestu deildinni í sumar. valur

Valur tók á móti Stjörnunni á N1 vellinum á Hlíðarenda í 13. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Valskonur unnu 4-2 í miklum markaleik og skoraði Jordyn Rhodes, leikmaður Vals þrennu.

Bæði lið byrjuðu leikinn vel en fljótlega tóku heimakonur öll völd á vellinum. Fyrsta mark leiksins kom á 24. mínútu þegar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði eftir slæma hreinsun úr vörn gestanna.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir jafnaði leikinn á 40. mínútu með laglegum skalla. Úlfa Dís var svo aftur á ferðinni í uppbótatíma fyrri hálfleiks og skoraði stórkostlegt mark vinstra megin fyrir utan teig, góður snúningur á boltanum og fór hann stöngina inn. Staðan því 1-2 fyrir gestunum og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Valskonur komu að krafti út í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera marki undir, og sköpuðu fjöldann allan af færum. Jordyn Rhodes bætti við jöfnunarmarki Vals þegar hún kom boltanum snyrtilega í markið fram hjá Veru Varis, markverði Stjörnunnar. Jordyn Rhodes var hvergi nærri hætt og bætti við tveimur mörkum og tryggði Val öruggan sigur.

Atvik leiksins

Annað markið hennar Úlfu Dísar var einstaklega glæsilegt. Hún fékk boltann eftir innkast og lék sér fram hjá varnarmönnum Vals og setti boltann snyrtilega stöngina inn.

Stjörnur og skúrkar

Jordyn Rhodes maður leiksins í kvöld með þrennu, en hún var fengin til Vals til þess að skora mörk. Það hefur ekki gengið nægilega vel það sem af er tímabili en ef marka má leikinn í kvöld, þá er hún vonandi að snúa því við.

Stemning og umgjörð

Í hreinskilni sagt, lítil stemning að mínu mati, umgjörðin á Hlíðarenda er fín en hún ætti að vera miklu betri.

Dómarar

Brynjar Þór Elvarsson, Smári Stefánsson og Eydís Ragna Einarsdóttir dæmdu leikinn í kvöld. Að mínu mati vel dæmdur leikur sem fékk að fljóta vel. Valskonur vildu fá víti á 16. mínútu er boltinn virðist hafa farið í höndina á Andreu Mist, erfitt að segja til um það og mögulegt að, Brynjar Þór, dómari leiksins, hafi misst af því.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira