Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:06 Davíð Smári Lamude var ánægður með liðið sitt í dag. Vísir/Diego Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. „Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
„Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira