Sport

Axel heldur fast í topp­sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Axel Bóasson púttar á Hvaleyrinni.
Axel Bóasson púttar á Hvaleyrinni. mynd/gsí

Heimamaðurinn Axel Bóasson leiðir Íslandsmótið í golfi fyrir lokadaginn en forskotið er þó ekki mikið.

Axel spilaði á 72 höggum í dag og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann leiðir með tveimur höggum fyrir lokadaginn.

Dagbjartur Sigurbrandsson er annar en hann spilaði á 73 höggum í dag.

Aron Snær Júlíusson og Daníel Ísak Steinarsson eru svo jafnir í þriðja til fjórða sæti á þremur höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×