Sport

Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir loka­daginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hulda Clara á Hvaleyrinni.
Hulda Clara á Hvaleyrinni. mynd/gsí

Hulda Clara Gestsdóttir er sem fyrr í efsta sæti á Íslandsmótinu í golfi. Hún mun fara inn í lokadaginn með fimm högga forskot.

Þetta forskot hefði hæglega getað verið meira en Hulda lék síðustu þrjár holurnar á skolla og er á pari eftir fyrstu þrjá dagana.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í öðru sæti og heimakonan hefur verk að vinna ef hún ætlar að skáka Huldu Clöru á morgun. Bæði Hulda og Guðrún komu í hús á 76 höggum.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék best allra í kvennaflokknum í dag og kom í hús á 72 höggum eða pari. Hún er aðeins höggi á eftir Guðrúnu Brá og gæti hæglega blandað sér í slaginn á morgun.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er svo í fjórða sæti á átta höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×