Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2025 17:07 Björgvin Karl Gunnarsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins. vísir/guðmundur Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“
Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira