„Sagt að mér gæti blætt út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 10:30 Bandaríska tenniskonan Venus Williams sést hér á sjúkrabeði og með systur sinni Serenu sem kom til að styðja við bakið á henni. @venuswilliams Það stefnir í eina af bestu endurkomusögu ársins í íþróttaheiminum en um leið fengum við að sorgarsögu af læknamistökum sem þýddu að tennisgoðsögn glímdi við mikla verki og erfiðleika alltof lengi. Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams) Tennis Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams)
Tennis Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Sjá meira