Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2025 16:00 Gunnar Nelson verður frá næstu mánuði vegna meiðslanna en vonast til að snúa aftur í hringinn fyrir árslok. Vísir/Einar Gunnar Nelson hefur þurft að draga sig út úr fyrirhugðum bardaga við Neil Magny síðar í þessum mánuði vegna meiðsla. Gunnar greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag og segir það mikil vonbrigði. Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna. Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna.
Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira