Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 07:48 Arnar Pétursson steig ekki feilspor á Akureyri. FRÍ Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira