Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Gunnar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 21:41 Genevieve Crenshaw átti frábæran leik fyrir Tindastól í kvöld Guðmundur Þórlaugarson/Vísir Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. „Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
„Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti