Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 08:58 Lauren Tomasi var í beinni útsendingu að segja frá mótmælunum í Los Angeles þegar lögregluþjónn skaut hana. Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira