Segir að Postecoglou sé „goðsögn“ í sögu félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2025 22:02 Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, sendi Ange Postecoglou hjartnæma kveðju á Instagram. Shaun Botterill/Getty Images Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að þjálfarinn Ange Postecoglou sé goðsögn í sögu félagsins. Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7) Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7)
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira