Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Atli Ísleifsson skrifar 6. júní 2025 12:48 Ný stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs f.v. Gísli Arnarson, Inga Rut Gylfadóttir, Þórunn Hannesdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Arnar Halldórsson. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörin í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Hún kemur ný inn í stjórn ásamt Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt. Aðalfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku fyrr í vikunni, en auk Katrínar og Ingu eiga nú Þórunn Hannesdóttir, formaaður Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísli Arnarsson frá Félagi íslenskra teiknara og Arnar Halldórsson, sköpunarstjóri og einn af eigendum Brandenburgar, sæti í stjórn. Katrín og Inga Rut taka sæti Rósu Daggar Þorsteinsdóttur, ljósahönnuðar og Helgu Valfells, fjárfestis sem stigu úr stjórn. Í tilkynningu kemur fram að Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sé í eigu níu félaga en í stjórn sitji fimm manns, þar af þrír aðilar skipaðir úr hluthafahópi og tveir aðilar úr atvinnulífi. „Stjórn mótar félaginu stefnu og hefur eftirlit með því að henni sé framfylgt, stuðlar að vexti og viðgangi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri. Stjórninni ber að gæta jafnt hagsmuna allra hluthafa. Breytingar á dómnefnd, Hönnunarsjóði, HönnunarMars og úthlutunarnefnd Fleiri breytingar voru gerðar á aðalfundinum, m.a. á dómnefnd Hönnunarverðlaunanna. Bergur Finnbogason, hönnuður stígur inn í dómnefnd en Halldór Eiríksson, arkitekt AÍ lauk dómnefndarstörfum. Þá var Ingólfur Freyr Guðmundsson, hönnuður kjörinn í stjórn Hönnunarsjóðs en Helgi Steinar Helgason, arkitekt steig úr stjórninni. Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og Kristján Schram, ráðgjafi stíga ný inn í stjórn HönnunarMars en Nils Wiberg, stafrænn hönnuður og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hætta í stjórn hátíðarinnar. Auður Gná Ingvarsdóttir, vöruhönnuður tekur sæti í úthlutunarnefnd hönnunarlauna en Erla Björk Baldursdóttir frá Fatahönnunarfélagi Íslands stígur úr nefndinni. Þá voru einnig kjörnir nýir fulltrúar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í úthlutunarnefnd menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Ný inn koma Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður FVI og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, ljósahönnuður FHI,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Aðalfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku fyrr í vikunni, en auk Katrínar og Ingu eiga nú Þórunn Hannesdóttir, formaaður Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísli Arnarsson frá Félagi íslenskra teiknara og Arnar Halldórsson, sköpunarstjóri og einn af eigendum Brandenburgar, sæti í stjórn. Katrín og Inga Rut taka sæti Rósu Daggar Þorsteinsdóttur, ljósahönnuðar og Helgu Valfells, fjárfestis sem stigu úr stjórn. Í tilkynningu kemur fram að Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sé í eigu níu félaga en í stjórn sitji fimm manns, þar af þrír aðilar skipaðir úr hluthafahópi og tveir aðilar úr atvinnulífi. „Stjórn mótar félaginu stefnu og hefur eftirlit með því að henni sé framfylgt, stuðlar að vexti og viðgangi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri. Stjórninni ber að gæta jafnt hagsmuna allra hluthafa. Breytingar á dómnefnd, Hönnunarsjóði, HönnunarMars og úthlutunarnefnd Fleiri breytingar voru gerðar á aðalfundinum, m.a. á dómnefnd Hönnunarverðlaunanna. Bergur Finnbogason, hönnuður stígur inn í dómnefnd en Halldór Eiríksson, arkitekt AÍ lauk dómnefndarstörfum. Þá var Ingólfur Freyr Guðmundsson, hönnuður kjörinn í stjórn Hönnunarsjóðs en Helgi Steinar Helgason, arkitekt steig úr stjórninni. Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og Kristján Schram, ráðgjafi stíga ný inn í stjórn HönnunarMars en Nils Wiberg, stafrænn hönnuður og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hætta í stjórn hátíðarinnar. Auður Gná Ingvarsdóttir, vöruhönnuður tekur sæti í úthlutunarnefnd hönnunarlauna en Erla Björk Baldursdóttir frá Fatahönnunarfélagi Íslands stígur úr nefndinni. Þá voru einnig kjörnir nýir fulltrúar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í úthlutunarnefnd menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Ný inn koma Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður FVI og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, ljósahönnuður FHI,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira