Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2025 21:33 Um 6.700 erlendir nemendur sækja Harvard. Getty/John Tlumacki Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í kvöld að búið væri að fella úr gildi aðgang Harvard að landvistarleyfi fyrir nemendur. Það felur í sér að erlendir nemendur þurfa að skipta um skóla eða missa landvistarleyfið. Ekki liggur fyrir hvenær nemendurnir þurfa að vera búnir að skipta um skóla. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Það að skipta um skóla er ekki í boði fyrir einn Íslending sem Vísir ræddi við. Sá vildi ekki láta nafns síns getið, vegna viðkvæmrar stöðu, en hann er útskrifaður og í vinnu í Bandaríkjunum á grunni landvistarleyfisins gegnum Harvard. Hann hefur því ekki kost á því að finna sér nýjan skóla og gæti verið vísað úr landi. „Þetta á ekki bara við um námsmenn heldur einnig fólk sem er að vinna í Bandaríkjunum sem hluta af náminu,“ segir hann. Með landvistarleyfinu sem um ræðir geta námsmenn unnið í Bandaríkjunum í allt að þrjú ár eftir útskrift. „Þetta er mjög óþægileg staða. Ég ætlaði persónulega ekki að vera hérna endalaust en það kom til greina að vera hérna áfram.“ Hann segist þekkja Íslendinga sem vilja búa sér líf í Bandaríkjunum og eiga kannski bandaríska maka. Þeirra líf sé nú í mun meira uppnámi en hans. Þá eru íslenskir nemendur í skólanum og vika í útskrift. „Enginn þeirra veit neitt.“ Erlendir nemendur segja í samtali við blaðamenn Harvard Crimson, að yfirlýsing kvöldsins hafi valdið örvæntingu meðal þeirra. Sjálfur er maðurinn alltaf með vegabréfið á sér í Bandaríkjunum og gæti hann átt von á því að bankað væri upp á hjá honum og hann sendur heim með litlum fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn andlega fyrir það að geta verið sendur heim.“ Höfða líklega annað mál Þegar þetta er skrifað hafa forsvarsmenn Harvard ekki sent frá sér yfirlýsingu eða sagst hvað þeir ætli að gera. Hins vegar hafa borist fregnir af því að til standi að höfða annað mál gegn ríkisstjórninni. Talsmaður skólans hefur sagt aðgerðirnar ólöglegar. Þær ógni skólanum, samfélaginu þar og öllum Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur sett mikinn þrýsting á marga háskóla Bandaríkjanna á þeim yfirlýsta grunni að víða hafi verið skapað and-bandarískt umhverfi. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu sem send var út í kvöld að allir háskólar og menntastofnanir landsins geti litið á aðgerðirnar gegn Harvard sem viðvörun. Hvíta húsið hefur krafist þess að breytingar verði gerðar á ráðningaferli skólans, stjórnarháttum inntökuskilyrðum og einnig námsefni, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Deilurnar fóru á nýtt stig í síðasta mánuði, þegar krafa var send til skólans með mjög umfangsmiklum kröfum, sem forsvarsmenn skólans gátu ómögulega orðið við. Fregnir bárust í kjölfarið af því að sú krafa, sem send var af sérstökum starfshópi Hvíta hússins sem á að berjast gegn gyðingahatri, hafi verið send fyrir mistök. Til að þvinga stjórnendur skólans til að verða við kröfum þeirra hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans, hafið margskonar rannsóknir á starfsemi skólans, hótað að afnema skattaívilnanir sem skólinn hefur notið og gert ýmislegt annað. Heimavarnaráðuneytið krafði forsvarsmenn skólans í apríl um umfangsmikil gögn um erlenda nemendur skólans, sem eru um 6.700 talsins. Þar á meðal voru upplýsingar um hvað þeir væru að gera á skólalóðinni og hvort þeir hefðu tekið þátt í mótmælum. Í yfirlýsingu ráðuneytisins voru forsvarsmenn skólans sakaðir um að hafa skapað óöruggt umhverfi fyrir nemendur með því að leyfa erlendum nemendum sem fylgi hryðjuverkahópum að máli meðal annars að áreita og ráðast á aðra nemendur, sem margir hafi verið gyðingar. Skólinn hefur einnig verið sakaður um rasíska stefnu vegna svokallaðrar DEI-stefnu en það stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í kvöld að búið væri að fella úr gildi aðgang Harvard að landvistarleyfi fyrir nemendur. Það felur í sér að erlendir nemendur þurfa að skipta um skóla eða missa landvistarleyfið. Ekki liggur fyrir hvenær nemendurnir þurfa að vera búnir að skipta um skóla. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Það að skipta um skóla er ekki í boði fyrir einn Íslending sem Vísir ræddi við. Sá vildi ekki láta nafns síns getið, vegna viðkvæmrar stöðu, en hann er útskrifaður og í vinnu í Bandaríkjunum á grunni landvistarleyfisins gegnum Harvard. Hann hefur því ekki kost á því að finna sér nýjan skóla og gæti verið vísað úr landi. „Þetta á ekki bara við um námsmenn heldur einnig fólk sem er að vinna í Bandaríkjunum sem hluta af náminu,“ segir hann. Með landvistarleyfinu sem um ræðir geta námsmenn unnið í Bandaríkjunum í allt að þrjú ár eftir útskrift. „Þetta er mjög óþægileg staða. Ég ætlaði persónulega ekki að vera hérna endalaust en það kom til greina að vera hérna áfram.“ Hann segist þekkja Íslendinga sem vilja búa sér líf í Bandaríkjunum og eiga kannski bandaríska maka. Þeirra líf sé nú í mun meira uppnámi en hans. Þá eru íslenskir nemendur í skólanum og vika í útskrift. „Enginn þeirra veit neitt.“ Erlendir nemendur segja í samtali við blaðamenn Harvard Crimson, að yfirlýsing kvöldsins hafi valdið örvæntingu meðal þeirra. Sjálfur er maðurinn alltaf með vegabréfið á sér í Bandaríkjunum og gæti hann átt von á því að bankað væri upp á hjá honum og hann sendur heim með litlum fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn andlega fyrir það að geta verið sendur heim.“ Höfða líklega annað mál Þegar þetta er skrifað hafa forsvarsmenn Harvard ekki sent frá sér yfirlýsingu eða sagst hvað þeir ætli að gera. Hins vegar hafa borist fregnir af því að til standi að höfða annað mál gegn ríkisstjórninni. Talsmaður skólans hefur sagt aðgerðirnar ólöglegar. Þær ógni skólanum, samfélaginu þar og öllum Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur sett mikinn þrýsting á marga háskóla Bandaríkjanna á þeim yfirlýsta grunni að víða hafi verið skapað and-bandarískt umhverfi. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu sem send var út í kvöld að allir háskólar og menntastofnanir landsins geti litið á aðgerðirnar gegn Harvard sem viðvörun. Hvíta húsið hefur krafist þess að breytingar verði gerðar á ráðningaferli skólans, stjórnarháttum inntökuskilyrðum og einnig námsefni, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Deilurnar fóru á nýtt stig í síðasta mánuði, þegar krafa var send til skólans með mjög umfangsmiklum kröfum, sem forsvarsmenn skólans gátu ómögulega orðið við. Fregnir bárust í kjölfarið af því að sú krafa, sem send var af sérstökum starfshópi Hvíta hússins sem á að berjast gegn gyðingahatri, hafi verið send fyrir mistök. Til að þvinga stjórnendur skólans til að verða við kröfum þeirra hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans, hafið margskonar rannsóknir á starfsemi skólans, hótað að afnema skattaívilnanir sem skólinn hefur notið og gert ýmislegt annað. Heimavarnaráðuneytið krafði forsvarsmenn skólans í apríl um umfangsmikil gögn um erlenda nemendur skólans, sem eru um 6.700 talsins. Þar á meðal voru upplýsingar um hvað þeir væru að gera á skólalóðinni og hvort þeir hefðu tekið þátt í mótmælum. Í yfirlýsingu ráðuneytisins voru forsvarsmenn skólans sakaðir um að hafa skapað óöruggt umhverfi fyrir nemendur með því að leyfa erlendum nemendum sem fylgi hryðjuverkahópum að máli meðal annars að áreita og ráðast á aðra nemendur, sem margir hafi verið gyðingar. Skólinn hefur einnig verið sakaður um rasíska stefnu vegna svokallaðrar DEI-stefnu en það stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira