Menning

Ung­frú Ís­land með flestar til­nefningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr sýningunni Ungfrú Ísland.
Úr sýningunni Ungfrú Ísland. Borgarleikhúsið

Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm.

Verðlaunin verða afhent þann 10. júní næstkomandi. Alls fékk Borgarleikhúsið 38 tilnefningar og þar af fjórar af fimm í flokknum sýningar ársins.

„Það er ómetanlegt að sjá starf vetrarins hljóta slíka viðurkenningu,“ segir Egill Heiðar Pálsson leikhússtjóri Borgarleikhússins í tilkynningu. 

„Þetta leikár ber skýrt merki um listræna sýn Brynhildar Guðjónsdóttur og þann kraft sem býr í starfsmannahópi Borgarleikhússins. Ég er stoltur og þakklátur fyrir að taka við keflinu á þessum merka tímapunkti.“


Þau verk sem tilnefnd eru í flokknum sýning ársins eru:

  • Hringir Orfeusar og annað slúður - Íslenski dansflokkurinn
  • Innkaupapokinn - með Kriðpleir í samstarfi við Borgarleikhúsið og MurMur productions
  • Köttur á heitu blikkþaki - Borgarleikhúsið
  • Sýslumaður Dauðans - Borgarleikhúsið
  • Ungfrú Ísland - Borgarleikhúsið

Í flokknum leikrit ársins eru svo:

  • Heim eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur
  • Innkaupapokinn eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Kriðpleir
  • Skeljar eftir Magnús Thorlacius
  • Sýslumaður Dauðans eftir Birni Jón Sigurðsson
  • Ungfrú Ísland eftir Bjarna Jónsson í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikgerð upp úr skáldssögu Auðar Övu Ólafsdóttur

Þegar kemur að barnasýningum ársins eru tilnefnd verk:

  • Bangsímon með Leikhópurinn Lotta
  • Blómin á þakinu í Þjóðleikhúsinu
  • Ef ég væri grágæs eftir Ellen Margréti Bæhrenz
  • Jóla Lóla með Leikfélagi Akureyrar
  • Orri óstöðvandi - ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi í Þjóðleikhúsinu

Í flokknum leikstjóri ársins eru tilnefnd þau:

  • Gréta Kristín Ómarsdóttir fyrir Ungfrú Ísland
  • Kriðpleir fyrir Innkaupapokann
  • Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir fyrir Óperuna hundrað þúsund
  • Stefán Jónsson fyrir Sýslumann Dauðans
  • Þorleifur Örn Arnarsson fyrir Kött á heitu blikkþaki

Leikkona ársins í aðalhlutverki:

  • Ásthildur Úa Sigurðardóttir fyrir Kött á heitu blikkþaki
  • Birna Pétursdóttir fyrir Ungfrú Ísland
  • Birta Sólveig Söring Þórisdóttir fyrir Litlu Hryllingsbúðina
  • Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Þetta er Laddi
  • Þórey Birgisdóttir fyrir Ífigeníu í Ásbrú

Leikari ársins í aðalhlutverki:

  • Ævar Þór Benediktsson fyrir Kaftein Frábær
  • Hilmir Snær Guðnason fyrir Kött á heitu blikkþaki
  • Ragnar Ísleifur Bragason fyrir Innkaupapokann
  • Sigurður Sigurjónsson fyrir Heim
  • Þórhallur Sigurðsson fyrir Þetta er Laddi

Leikkona ársins í aukahlutverki:

  • Berglind Alda Ástþórsdóttir fyrir Storm
  • Berglind Alda Ástþórsdóttir fyrir Tóma hamingju
  • Birna Pétursdóttir fyrir Sýslumann dauðans
  • Katla Margrét Þorgeirsdóttir fyrir Kött á heitu blikkþaki
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Heim

Leikari ársins í aukahlutverki:

  • Benedikt Gröndal fyrir Tóma hamingju
  • Björgvin Franz Gíslason fyrir Þetta er Laddi
  • Fannar Arnarsson fyrir Ungfrú Ísland
  • Friðgeir Einarsson fyrir Innkaupapokann
  • Hákon Jóhannesson fyrir Sýslumann dauðans

Dansari ársins:

  • Aëla Labbé, Erna Gunnarsdóttir og Orfee Schuijt fyrir Flökt
  • Birta Ásmundsdóttir fyrir When a duck turns 18 a boy will eat her
  • Diljá Sveinsdóttir fyrir Hringi Orfeusar og annað slúður
  • Erna Gunnarsdóttir fyrir Órætt algleymi
  • Íris Ásmundardóttir fyrir Svarta fuglar

Söngvari ársins:

  • Bryndís Guðjónsdóttir fyrir Brúðkaup Fígarós
  • Hanna Dóra Sturludóttir fyrir BRÍM
  • Herdís Anna Jónasdóttir fyrir Óperuna hundrað þúsund
  • Una Torfadóttir fyrir Storm
  • Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir fyrir BRÍM

Leikmynd ársins:

  • Axel Hallkell Jóhannesson fyrir Fjallabak
  • Gabríela Friðriksdóttir fyrir Hringi Orfeusar og annað slúður
  • Kristinn Arnar Sigurðsson og Brynja Björnsdóttir fyrir Ungfrú Ísland
  • Mirek Kaczmarek fyrir Sýslumann Dauðans
  • Tinna Ottesen fyrir Flökt

Búningar ársins:

  • Andri Unnarsson fyrir Brúðkaup Fígarós
  • Filiipía I. Elísdóttir fyrir Ungfrú Ísland
  • Guðný Hrund Sigurðardóttir fyrir Árið án sumars
  • Guðný Hrund Sigurðardóttir fyrir Óperuna hundrað þúsund
  • Karen Briem fyrir Hringi Orfeusar og annað slúður

Dans- og sviðshreyfingar ársins:

  • Ágústa Skúladóttir fyrir Hliðarspor
  • Cameron Corbett fyrir Ungfrú Ísland
  • Marmarabörn fyrir Árið án sumars
  • Lee Proud fyrir Storm
  • Unn­ur Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir – Litla hryll­ings­búðin


Tónlist og hljóðmynd ársins:

  • Arash Moradi fyrir While in battle I'm free, never free to rest
  • Friðrik Margrétar-Guðmundsson fyrir BRÍM
  • Jóhann G. Jóhannsson fyrir Tumi fer til tunglsins
  • Skúli Sverrisson og Valdimar Jóhannsson fyror Hringi Orfeusar og annað slúður
  • Þórunn Gréta Sigurðardóttir fyrir Óperuna hundrað þúsund

Danshöfundur ársins:

  • Ásrún Magnúsdóttir fyrir Dúetta
  • Bára Sigfúsdóttir fyrir Flökt
  • Erna Ómarsdóttir fyrir Hringi Orfeusar og annað slúður
  • Hooman Sharifi fyrir While in battle I'm free, never free to rest
  • Margrét Sara Guðjónsdóttir fyrir Órætt algleymi

Lýsing ársins:

  • Gunnar Hildimar Halldórsson fyrir Fjallabak
  • Mirek Kaczmarek og Jóhann Friðrik Ágústsson fyrir Sýslumann Dauðans
  • Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir Árið án sumars
  • Pálmi Jónsson fyrir Hringi Orfeusar og annað slúður
  • Pálmi Jónsson fyrir Ungfrú Ísland

Hvatningarverðlaun:

Aft­urá­móti – sviðslista­hús:

Fá­menn­ur en dríf­andi hóp­ur ungra sviðslista­manna tók yfir Há­skóla­bíó sum­arið 2024 og hrinti úr vör nýj­um sviðlista­vett­vangi sem stóð und­ir hátt í 40 viðburðum á tím­um sof­andi leik­húsa. Þar voru sýnd bæði ný og ný­leg ís­lensk leik­verk í bland við uppistand og tón­leika svo breiðum hópi sviðslista­fólks gafst rými til að vinna, þróa og sviðsetja hug­mynd­ir sín­ar. Aft­urá­móti er ein­stakt fram­tak sem svar­ar kalli frjórr­ar og ört vax­andi sviðslista­senu.

Leik­hóp­ur­inn Lotta:

Í tutt­ugu ár hef­ur leik­hóp­ur­inn Lotta gert víðreist um lands­byggðina með frum­samd­ar barna­leik­sýn­ing­ar sín­ar, upp­full­ar af æv­in­týragleði og galsa. Með starfi sínu hafa þau gefið börn­um um land allt tæki­færi til að upp­lifa leik­hús á græn­um tún­um og skóg­arrjóðrum í heima­byggð svo oft­ar en ekki verður þeirra fyrsta leik­hús­upp­lif­un samof­in sumri og nátt­úru. Fram­lag Leik­hóps­ins Lottu til menn­ing­ar­upp­eld­is ís­lenskra barna er ómet­an­legt

Sig­ríður Ásta Ol­geirs­dótt­ir:

Síðastliðið leik­ár hef­ur Sig­ríður Ásta stigið inn í sviðslista­sen­una af feikn­ar krafti og sýnt bæði frum­kvæði og list­ræna fjöl­breytni með eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri. Hún leik­stýrði óper­un­um Gleðilegi geðrofs­leik­ur­inn og Varstu búin að vera að reyna að ná í mig?, var dans­höf­und­ur og flytj­andi í Konukropp­ar, var í burðar­hlut­verki í söng­leikn­um Við erum hér, að ógleymdu því að vera höf­und­ur, fram­leiðandi og í titil­hlut­verki í söng­leikn­um DIETRICH með glæsi­legri frammistöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.