Sport

Dag­skráin í dag: Tryggir Tinda­stóll titilinn?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dedrick Basile og Shaquille Rombley eigast hér við.
Dedrick Basile og Shaquille Rombley eigast hér við.

Það verður nóg um að gera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Tindastóll getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið mætir Stjörnunni og þá fara fram þrír leikir í Bestu deild karla.

Stöð 2 Sport

Fram mætir spútnikliði Vestra á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst útsending frá leiknum klukkan 13:50. 

Svo er komið að stóru stundinni þegar Stjarnan mætir Tindastóli í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla. Upphitun Bónus Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30 en leikurinn sjálfur hefst 19:15. Leikurinn verður gerður upp í Bónus Körfuboltakvöldi strax að leik loknum. 

Klukkan 21:30 verður síðasta umferð í Bestu deild kvenna gerð upp í Bestu mörkunum.

Stöð 2 Sport 2

Oddaleikur Oklahoma City Thunder og Denver Nuggets í NBA-deildinni verður í beinni útsendingu klukkan 19:30.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13:50 verður leikur ÍBV og KA í Bestu deildinni sýndur beint. Klukkan 19:00 verður sýnt beint frá Mosfellsbæ þar sem Afturelding og KR mætast og strax í kjölfarið verða leikir dagsins gerðir upp í Subway tilþrifunum.

Vodafone Sport

Formúla 1 keppnin á Imola-brautinni á Ítalíu verður sýndur beint frá klukkan 12:30 og klukkan 17:00 hefst útsending frá lokadegi PGA-meistaramótsins í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×