Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2025 11:30 Stjórn ÍBV ásamt forsvarsmönnum UMFÍ og ÍSÍ þegar aðildarsamningur var undirritaður í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig. ÍSÍ Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig.
Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ.
ÍSÍ Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira