Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 09:31 Vignir Vatnar Stefánsson stefnir hátt og verður sigurinn á Carlsen ekki minni hvatning á þeirri vegferð. Vísir/Ívar Ungur íslenskur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, skalf meðan hann hafði betur gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen á skákmóti í fyrrakvöld. Við tekur mikið flakk milli skákmóta um álfuna. „Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Skák Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sjá meira
„Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Skák Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sjá meira