Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Krás 29. apríl 2025 08:48 Snorri Gylfason matreiðslumaður var yfirkokkur á Vox og kom heim með bronsverðlaun með íslenska kokkalandsliðinu áður en hann þróaði hágæða rétti fyrir Krás. Krás er splunkunýr kostur þegar okkur langar í virkilega góðan mat en erum ekki í neinu stuði til að elda, tilbúnir réttir úr fyrsta flokks hráefni úr smiðju fyrrum landsliðskokks. Réttirnir fást nú þegar í sex verslunum Krónunnar. „Gleymdu öllu sem þú veist um tilbúna rétti, Krás er eitthvað alveg nýtt!“ Þetta er okkar slagorð, kannski dálítið djarft en við stöndum við það,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri Krásar. Hann segir rétti Krásar skera sig úr fyrir tvennt; eldunaraðferðina sem tryggi ferskleika og gæði og þá staðreynd að verðlaunakokkur sjái um framkvæmdina en Snorri Gylfason matreiðslumaður er potturinn og pannan í eldhúsi Krásar. Snorri var meðal annars yfirkokkur á Vox og var í íslenska kokkalandsliðinu sem tryggði Íslandi bronsverðlaun sem er besti árangur sem landsliðið hefur náð. Gerir sjálfur miklar kröfur „Þegar Andrey hafði samband við mig vorum við báðir á því að við vildum bjóða upp á hágæða rétti sem gerðir eru frá grunni og eingöngu úr úrvals hráefni,“ útskýrir Snorri. „Við notum þess vegna cook and chill aðferðina, það er að segja við fulleldum hráefnið og hraðkælum það svo niður svo öll næringarefni og bragðgæði haldast.“ Snorri gerir sjálfur miklar kröfur um gæði, er alinn upp af matreiðslumanni en pabbi hans og fleiri í fjölskyldunni eru kokkar. Hann segir mikla vöruþróun liggja á bak við réttina frá Krás. „Þar sem þetta er eldaður matur sem er síðan hitaður aftur völdum við prótein sem hentar í upphitun. Nautarif eru til dæmis vöðvi sem þolir að vera hitaður upp aftur án þess að missa gæði. Kjúklingabringurnar fyllum við með rjómaosti svo þegar þú hitar þær kemur fitan úr ostinum svo þær verða djúsí og góðar. Þetta þýðir einnig að réttirnir okkar hafa stuttan endingartíma, þetta er ekki pakkamatur sem geymist í margar vikur.“ „Við vildum einnig gera enn betri upplifun en þekkist á markaðnum, Krás réttirnir koma því í bakka sem er hægt að hita en í hólfi til hliðar eru litlir pokar með köldum sósum, ristuðum hnetum, kínúa og ýmsu fleiru sem ekki þarf að hita en bætir við bragðið og upplifunina.“ Fimm réttir eru komnir á markaðinn og fleiri á leiðinni „Við erum þegar komin með beinlaus nautarif á markaðinn, kjúklingalæri að lýbönskum hætti, kjúklingabringu fyllta með osti og engifersósu, rækjur í kryddaðri tómatsósu og svo kjúklinganagga fyrir krakkana sem við búum til frá gruni en við hökkum sjálf kjúklinginn í naggana,“ útskýrir Snorri. „Við bætum svo við úrvalið og erum með marga spennandi rétti í pípunum,“ segir Snorri. Matur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Réttirnir fást nú þegar í sex verslunum Krónunnar. „Gleymdu öllu sem þú veist um tilbúna rétti, Krás er eitthvað alveg nýtt!“ Þetta er okkar slagorð, kannski dálítið djarft en við stöndum við það,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri Krásar. Hann segir rétti Krásar skera sig úr fyrir tvennt; eldunaraðferðina sem tryggi ferskleika og gæði og þá staðreynd að verðlaunakokkur sjái um framkvæmdina en Snorri Gylfason matreiðslumaður er potturinn og pannan í eldhúsi Krásar. Snorri var meðal annars yfirkokkur á Vox og var í íslenska kokkalandsliðinu sem tryggði Íslandi bronsverðlaun sem er besti árangur sem landsliðið hefur náð. Gerir sjálfur miklar kröfur „Þegar Andrey hafði samband við mig vorum við báðir á því að við vildum bjóða upp á hágæða rétti sem gerðir eru frá grunni og eingöngu úr úrvals hráefni,“ útskýrir Snorri. „Við notum þess vegna cook and chill aðferðina, það er að segja við fulleldum hráefnið og hraðkælum það svo niður svo öll næringarefni og bragðgæði haldast.“ Snorri gerir sjálfur miklar kröfur um gæði, er alinn upp af matreiðslumanni en pabbi hans og fleiri í fjölskyldunni eru kokkar. Hann segir mikla vöruþróun liggja á bak við réttina frá Krás. „Þar sem þetta er eldaður matur sem er síðan hitaður aftur völdum við prótein sem hentar í upphitun. Nautarif eru til dæmis vöðvi sem þolir að vera hitaður upp aftur án þess að missa gæði. Kjúklingabringurnar fyllum við með rjómaosti svo þegar þú hitar þær kemur fitan úr ostinum svo þær verða djúsí og góðar. Þetta þýðir einnig að réttirnir okkar hafa stuttan endingartíma, þetta er ekki pakkamatur sem geymist í margar vikur.“ „Við vildum einnig gera enn betri upplifun en þekkist á markaðnum, Krás réttirnir koma því í bakka sem er hægt að hita en í hólfi til hliðar eru litlir pokar með köldum sósum, ristuðum hnetum, kínúa og ýmsu fleiru sem ekki þarf að hita en bætir við bragðið og upplifunina.“ Fimm réttir eru komnir á markaðinn og fleiri á leiðinni „Við erum þegar komin með beinlaus nautarif á markaðinn, kjúklingalæri að lýbönskum hætti, kjúklingabringu fyllta með osti og engifersósu, rækjur í kryddaðri tómatsósu og svo kjúklinganagga fyrir krakkana sem við búum til frá gruni en við hökkum sjálf kjúklinginn í naggana,“ útskýrir Snorri. „Við bætum svo við úrvalið og erum með marga spennandi rétti í pípunum,“ segir Snorri.
Matur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira