Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 09:15 Frá mótmælum á Harvard-háskólasvæðinu gegn handtöku nemenda við annan háskóla sem hafði mótmælt hernaði Ísraela á Gasa. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira