Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 13:37 Olga Bjarnadóttir er í stjórn ÍSÍ og sækist eftir því að verða nýr forseti sambandsins. Ljósmynd/Hulda Margrét Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst yfir framboði til embættis forseta sambandsins. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira