Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 13:37 Olga Bjarnadóttir er í stjórn ÍSÍ og sækist eftir því að verða nýr forseti sambandsins. Ljósmynd/Hulda Margrét Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst yfir framboði til embættis forseta sambandsins. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira