Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 07:02 Kristinn Albertsson var nýlega kjörinn formaður KKÍ. Sagan af vinsældalistanum var sögð í sigurræðunni. Vísir/Sigurjón Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“ Körfubolti Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Sjá meira
Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“
Körfubolti Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Sjá meira