Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:31 Íshokkíleikur Bandaríkjanna og Kanada minnti um margt á bardagakvöld. getty/Minas Panagiotakis Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi gengið á í leik karlaliða Kanada og Bandaríkjanna í 4 Nations Face-Off keppninni í íshokkí í fyrradag. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndum leiksins. Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við. Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira
Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við.
Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira