Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 11:45 Baldvin Þór hefur farið afar vel af stað á nýju ári og raðað inn Íslandsmetum Vísir/Einar Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“ Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“
Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield.
Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira