Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2025 15:58 Jóhannes Haukur lætur kafteininn finna fyrir því. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie. Kvikmyndin er frumsýnd hér á landi þann 13. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara Harrison Ford, áðurnefndur Anthony Mackie, Liv Tyler og Giancarlo Esposito. Þar er fálkanum svokallaða fylgt eftir í nýju hlutverki hans sem Kapteinn Ameríka, en hann fetar þar í fótspor Steve Rogers sem hefur lagt skjöldinn á hilluna. Samkvæmt gagnagrunni IMDB leikur Jóhannes Haukur persónuna Copperhead í myndinni. Um er að ræða illmenni en í stiklunni má sjá hann gera sitt allra besta til þess að taka í lurginn á hinum nýja Kafteini Ameríku. Þá spyr hann kafteininn meðal annars hvort hann þurfi andartak til þess að jafna sig, þar sem hann liggur á jörðinni eftir barsmíðarnar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin er frumsýnd hér á landi þann 13. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara Harrison Ford, áðurnefndur Anthony Mackie, Liv Tyler og Giancarlo Esposito. Þar er fálkanum svokallaða fylgt eftir í nýju hlutverki hans sem Kapteinn Ameríka, en hann fetar þar í fótspor Steve Rogers sem hefur lagt skjöldinn á hilluna. Samkvæmt gagnagrunni IMDB leikur Jóhannes Haukur persónuna Copperhead í myndinni. Um er að ræða illmenni en í stiklunni má sjá hann gera sitt allra besta til þess að taka í lurginn á hinum nýja Kafteini Ameríku. Þá spyr hann kafteininn meðal annars hvort hann þurfi andartak til þess að jafna sig, þar sem hann liggur á jörðinni eftir barsmíðarnar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira