„Notum kvöldið í að sleikja sárin“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. janúar 2025 21:41 Ágúst Jóhannsson var svekktur eftir leik vísir / anton brink Valur tapaði gegn Haukum á útivelli 28-23. Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með spilamennsku liðsins. „Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
„Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira