Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 15:33 Bræðurnir Patrick McCaskey, varaforseti Bears, og George McCaskey, stjórnarformaður. Þeir eru ekki vinsælir þessi dægrin. Michael Reaves/Getty Images Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr. Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira