Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Oleksandr Usyk hitti miklu fleiri höggum heldur en Tyson Fury og þar á meðal þessu. Getty/Richard Pelham Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira