Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 16:00 Björgvin Halldórsson var í stuði á æfingu í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. „Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“ Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira