„Ég get líklegast trúað þessu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 07:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár. Hún hefur margbætt Íslands- og Norðurlandamet sín, orðið Evrópumeistari í sínum aldrusflokki og komist í hóp fjögurra bestu á HM. @eyglo_fanndal „Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær. Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira