Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 25. nóvember 2024 12:07 Moldin heit eftir Birgittu Björg Guðmarsdóttur er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún Nýræktarstyrk árið 2024. Áður hefur hún gefið út skáldsöguna Skotheld. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn og segir þetta um bókina. Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira