Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira