Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Arngrímur Anton Ólafsson vann annað keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arngrímur Anton Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar stóð uppi sem sigurvegari á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Glæsileg tilþrif sáust á Bullseye á laugardagskvöldið. Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti