Kári Vagn náði níu pílna leik og stefnir á Ally Pally Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Kári Vagn æltar sér í Ally Pally. Vísir/Bjarni Einarsson Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu. Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum. Pílukast Krakkar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum.
Pílukast Krakkar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira