Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 1. nóvember 2024 10:32 Brynja Hjálmsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Friðsemd og er bókin til umfjöllunar í Lestrarklefanum, Friðsemd, fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er skrifað um hverskonar bækur og menningartengt efni. Hér fjallar Rebekka Sif Stefánsdóttir um bók Brynju. Fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er nú komin út og ber heitið Friðsemd. Brynja er þekkt fyrir ljóðabækurnar Kona lítur við og Okfruman, sem báðar fengu góðar undirtektir. Því hélt undirrituð að hér væri um að ræða ljóðræna og upphafna skáldsögu en innihaldið kom aldeilis á óvart. Rebekka Sif Stefánsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans fjallar um bók Brynju. Friðsemd fjallar um samnefnda konu, hún er einfari og eyðir tíma sínum að lesa yfir og ritstýra glæpasögum um hina kynþokkafullu Advokat Larsen. Höfundur þessa vinsælu bóka er besta vinkona Friðsemdar, Fatima Bergkjær, sem er allt sem Friðsemd er ekki. Fatima er geislandi, hæfileikarík ævintýrakona sem dregur fólk að sér. Í upphafi bókar fellur Fatima fyrir björg sem veltur af stað furðulegri og gáskafullri atburðarrás þar sem hin rólega og hógværa Friðsemd verður að djörfum og hugrökkum spæjara. Jörðin að drukkna í sorpi Skáldsagan er framtíðarsaga, hún gerist á Íslandi sem við myndum ekki kannast við. Stór partur Suðurlandsins hefur sokkið undir sjó og fólk flúið upp í fjöllin. Þetta kalla Íslendingar nú Glataða landið. Meginpartur bókarinnar á sér stað í endurbyggðri Hveragerði þar sem stórfyrirtækið SELÍS starfar undir tryggri stjórn frumkvöðulsins Eldbergs Salmans Atlasonar. Umhverfið er því frekar ævintýralegt og í ætt við vísindaskáldskap þó að söguþráðurinn fléttist saman eins og gamalkunnur reifari. „Ljóst var og hafði verið ljóst um langt skeið, að veröldin væri að farast. Jörðin var að drukkna í sorpi og óæskilegum lofttegundum, algjörlega að kafna undan frekjunni í mönnunum, og vegna hækkunar sjávar var land, Ísland þar með talið, óðum að hverfa í hafið.“ (úr 4. kafla) Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er nú komin út og ber heitið Friðsemd. Brynja er þekkt fyrir ljóðabækurnar Kona lítur við og Okfruman, sem báðar fengu góðar undirtektir. Því hélt undirrituð að hér væri um að ræða ljóðræna og upphafna skáldsögu en innihaldið kom aldeilis á óvart. Rebekka Sif Stefánsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans fjallar um bók Brynju. Friðsemd fjallar um samnefnda konu, hún er einfari og eyðir tíma sínum að lesa yfir og ritstýra glæpasögum um hina kynþokkafullu Advokat Larsen. Höfundur þessa vinsælu bóka er besta vinkona Friðsemdar, Fatima Bergkjær, sem er allt sem Friðsemd er ekki. Fatima er geislandi, hæfileikarík ævintýrakona sem dregur fólk að sér. Í upphafi bókar fellur Fatima fyrir björg sem veltur af stað furðulegri og gáskafullri atburðarrás þar sem hin rólega og hógværa Friðsemd verður að djörfum og hugrökkum spæjara. Jörðin að drukkna í sorpi Skáldsagan er framtíðarsaga, hún gerist á Íslandi sem við myndum ekki kannast við. Stór partur Suðurlandsins hefur sokkið undir sjó og fólk flúið upp í fjöllin. Þetta kalla Íslendingar nú Glataða landið. Meginpartur bókarinnar á sér stað í endurbyggðri Hveragerði þar sem stórfyrirtækið SELÍS starfar undir tryggri stjórn frumkvöðulsins Eldbergs Salmans Atlasonar. Umhverfið er því frekar ævintýralegt og í ætt við vísindaskáldskap þó að söguþráðurinn fléttist saman eins og gamalkunnur reifari. „Ljóst var og hafði verið ljóst um langt skeið, að veröldin væri að farast. Jörðin var að drukkna í sorpi og óæskilegum lofttegundum, algjörlega að kafna undan frekjunni í mönnunum, og vegna hækkunar sjávar var land, Ísland þar með talið, óðum að hverfa í hafið.“ (úr 4. kafla) Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira