„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:27 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu Bjarnadóttur í Elliðaárdalnum í dag. Vísir „Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira