„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:27 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu Bjarnadóttur í Elliðaárdalnum í dag. Vísir „Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira