„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 21:33 Alexandra Hafsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem íshokkíþjálfari en hún vill ekki starfa fyrir Íshokkísamband Íslands nema sambandið geri betur í baráttu við kynþáttafordóma. Stöð 2 Sport Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði. Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira
Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira