„Stór mistök hjá mér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 21:21 Kerem Akturkoglu og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld. Benfica-maðurinn skoraði þrennu í leiknum. Getty/Berkan Cetin Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira
Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira
Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14
„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14