Naut tímamótasigurs rétt eftir að hafa verið hreinsaður af grun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 21:31 Jannik Sinner smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn í dag. Getty/Sarah Stier Nítján dögum eftir að hafa verið hreinsaður af grun um ólöglega lyfjanotkun náði Ítalinn Jannik Sinner að vinna Opna bandaríska mótið í tennis í kvöld, í fyrsta sinn, með því að leggja heimamanninn Taylor Fritz að velli af öryggi. Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner. Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira
Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner.
Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira
Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26
Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17