Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 07:26 Chris Evert segir alþjóðatennissambandið vera að hylma yfir afbrot Jannik Sinner. getty / espn / fotojet Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann. Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann.
Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira