Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2024 07:01 Freyr er bjartsýnn fyrir hönd frjálsra íþrótta á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. „Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
„Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32