„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 22:38 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. „Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sjá meira
„Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sjá meira