Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir kallar eftir því að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist á fyrsta degi heimsleikanna. @katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira
„Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira